47. fundur
atvinnuveganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 16. apríl 2024 kl. 09:00


Mætt:

Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:00

Þórarinn Ingi Pétursson boðaði forföll vegna veikinda og stýrði 1. varaformaður fundinum í hans fjarveru.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 847. mál - Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Agnar Braga Bragason og Skúla Kristinn Kristinsson frá matvælaráðuneyti, Árna Sverrisson frá Félagi skipstjórnarmanna, Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Jón Kristinn Sverrisson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Helgu Valborgu Steinarsdóttur og Ingvar J. Rögnvaldsson frá Skattinum og Eyrúnu E. Marinósdóttur, Jóhann Þórhallsson og Árna Skúlason frá Verðlagsstofu skiptaverðs.

Nefndin ákvað að Eva Dögg Davíðsdóttir yrði framsögumaður málsins.

3) Önnur mál Kl. 11:10
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Hanna Katrín Friðriksson óskaði eftir minnisblaði frá matvælaráðuneyti varðandi álit umboðsmanns Alþingis vegna frestunar hvalveiða, Óli Björn Kárason og Gísli Rafn Ólafsson tóku undir þá beiðni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10